Ágúst Sigurðsson veitti lykilaðilum í verkefninu þakklætisvott. F.v. Ágúst Sigurðsson - sveitarstjór…
Ágúst Sigurðsson veitti lykilaðilum í verkefninu þakklætisvott. F.v. Ágúst Sigurðsson - sveitarstjóri Rangárþings ytra, Sævar Eiríksson - eftirlitsmaður Rangárljósa, Ólafur Einarsson - eigandi Þjótanda ehf, Gunnar Bragi Þorsteinsson - framkvæmdarstjóri TRS, Haraldur Benediktsson - þingmaður sjálfstæðisflokksins og hvatamaður Íslands ljóstengd, Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri Rangárljósa og Páll Jóhann Pálsson f.v. þingmaður Framsóknarflokksins og hvatamaður Ísland ljóstengt.

Það var mikil gleði ríkjandi í Rangárþingi ytra sl. föstudag þann 19 ágúst þegar síðasti bærinn var tengdur í ljósleiðaraverkefni sveitarfélagsins. Framgangur verksins hefur verið með ólíkindum góður en verktakar hófu störf þann 26. september í fyrra og unnið hefur verið hvern nýtan dag og verkinu nú lokið. Verkefnið er það stærsta sinnar tegundar hérlendis fram til þessa enda víðfeðmt sveitarfélag og nánast 100 % þátttaka auk þess sem fjöldi sumarhúsa voru einnig tengd. Sveitarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins Rangárþings ytra fögnuðu verklokum með starfsmönnum verktakans Þjótanda og undirverktakans TRS í Menningarhúsinu á Hellu þar sem stiklað var á stóru yfir helstu áfanga á framkvæmdatímanum, ávörp flutt og glaðst yfir góðu verki.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?