Rangárljós og Þjótandi semja

Gengið hefur verið frá verksamningi við lægstbjóðanda í lagningu ljósleiðara í Rangárþingi ytra. Samningurinn hljóðar upp á 306 m. með vsk. og gerir ráð fyrir að ljósleiðari verði lagður í einum samhangandi áfanga um allt sveitarfélagið á næstu mánuðum en gert er ráð fyrir að verkinu ljúki næsta vor. Þjótandi hefur mikla reynslu af sambærilegum verkefnum sem öll hafa gengið með farsælum hætti. Það voru þeir Ólafur Einarsson hjá Þjótanda og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra sem rituðu undir samninginn að viðstöddum Jóni Sæmundssyni hjá Verkís sem var umsjónarmaður með útboðinu, Sævari Eiríkssyni eftirlitsmanni og Klöru Viðarsdóttur fjármálastjóra sveitarfélagsins. Sveitarstjórn Rangárþings ytra staðfesti síðan þennan samning á fundi sínum þann 14. september. Sveitarstjórn staðfesti jafnframt að ganga að lægstu tilboðum í kaup á efni til verksins en heildarkostnaður við alla efnisliði er 94,3 m. með vsk. Verkáætlun verktaka gerir ráð fyrir að vinna við verkið hefjist þann 23 september n.k.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?