Rangárljós - opið hús í Miðjunni

Næsta laugardag, 29 apríl, verður opið hús með þjónustuveitum í Miðjunni (2. hæð) á Hellu milli kl. 10-12. Þar munu helstu þjónustuveitur kynna framboð sitt inn á hið nýja ljósleiðarkerfi Rangárljóss. Sams konar opið hús var haldið fyrir áramót og tókst vel en nú er hugmyndin að endurtaka leikinn fyrir þá sem eru að tengjast þessa dagana eða tiheyra þeim áföngum sem eftir eru af verkefninu en reiknað er með að allir verði orðnir tengdir fyrir júnílok n.k.

Fréttin tekin af www.rangarljos.net

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?