
Rangárþing ytra óskar eftir að ráða í nýja stöðu byggingarfulltrúa.
Byggingarfulltrúi hefur yfirumsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins, úttektum framkvæmda, skráningu eigna í fasteignaskrá, lóðarskráningu, landupplýsingakerfi o.fl. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með að byggingaframkvæmdir séu í samræmi við samþykkt skipulag á hverju svæði fyrir sig og útgefin leyfi.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
- Mótttaka, svörun og afgreiðsla umsókna.
- Eftirlit og úttektir í tengslum við byggingar og framkvæmdir.
- Framkvæmd úttekta og útgáfa vottorða og leyfa
- Yfirferð og skráning upplýsinga m.a. vegna fasteignamats og eignaskiptasamninga.
- Upplýsingagjöf og utanumhald gagna vegna mála sem tengast starfinu.
- Ráðgjöf og samskipti við hagsmunaaðila, utan og innan sveitarfélagsins.
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanninum og samræmast verksviði hans.
Menntunar- og hæfnikröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Réttindi til að gegna stöðu byggingafulltrúa.
- Góð þekking og reynsla af byggingarmálum.
- Góð þekking á skráningarkerfum með notuð eru í byggingarmálum.
- Góð almenn tölvukunnátta, s.s. word, exel og outlook sem og skjalakerfinu One System
- Þjónustulund og rík hæfni til samstarfs og samskipta og teymisvinnu
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar.
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri og þróast í starfi
- Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
- Kunnátta í stjórnsýslu sveitarfélaga kostur
Rangárþing ytra er fallegt, framsækið og víðfeðmt sveitarfélag í hjarta Suðurlands. Starfsstöð byggingafulltrúa er á Hellu en þaðan er aðeins um klukkustundarakstur á Höfuðborgarsvæðið. Íbúar sveitarfélagsins eru um 2000 og samfélagið er fjölbreytt og iðandi. Mikil uppbygging er í gangi á svæðinu og t.a.m. er verið að stækka skóla og leikskóla og byggja upp gervigrasvöll og fleiri íþróttamannvirki. Einnig eru að hefjast stórar virkjanaframkvæmdir innan marka sveitarfélagsins sem hafa í för með sér mikla uppbyggingu og umsvif.
Í Rangárþingi ytra er fjölbreytt úrval búsetukosta, gott aðgengi að leikskólaplássum og mjög öflugir grunnskólar. Framboð íþrótta, tómstunda og menningarviðburða er gott og tækifæri til útivistar í náttúrunni eru nær óþrjótandi.
Sótt er um starfið á www.mognum.is
Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is, Jón G. Valgeirsson (jon@ry.is) og Haraldur Birgir Haraldsson (birgir@ry.is)
Umsóknarfrestur er til 11. ágúst 2025
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda, auk tilskilinna prófskírteina.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um stöðuna.