Rangárþing ytra fær afhenta nýja íbúð

Andri Leó Egilsson verktai og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri.
Andri Leó Egilsson verktai og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri.

Rangárþing ytra fékk í gær afhenta nýja fullkláraða 81 fm íbúð að Skyggnisöldu 3D á Hellu. Um er að ræða fyrstu íbúðina af sex sem ákveðið var að kaupa af þremur verktökum í nokkrum raðhúsum sem nú eru í byggingu í Ölduhverfinu. Ákveðið var að fara í endurnýjun á íbúðakosti sveitarfélagsins eftir að fjölbýlishúsið að Þrúðvangi 31 var selt. Um er að ræða fullkláraðar hagkvæmar íbúðir. Það var Andri Leó Egilsson verktaki sem afhenti sveitarfélaginu fyrstu íbúðina. Stutt er í að næstu íbúðir verði tilbúnar til afhendingar og gaman að sjá kraftmikla uppbygginguna í Ölduhverfinu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?