Rangárþing ytra í Útsvari

Rangárþingi ytra hefur verið boðið að taka þátt í Útsvari í vetur og við þiggjum að sjálfsögðu gott boð. Næsta skref er að finna fulltrúa fyrir okkar hönd.

Ert þú tilbúin/n til að taka þátt eða veistu um einhvern sem ætti heima í liðinu?

Sendu okkur þá línu á netfangið asdis(hjá)ry.is eða hringdu á skrifstofuna í síma 488-7000 og komdu þínum tillögum á framfæri, fyrir kl. 12:00 n.k. mánudag 8. september.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?