Rangárþing ytra og Íshestar gera með sér samstarfssamning

 

 

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Rangárþings ytra og Íshesta. Samningurinn felur í sér að Íshestar munu bjóða uppá ferðir fyrir ferðamenn í fjallferðir á Rangárvalla- og Landmannaafrétt haustið 2016. Íshestar munu annast sölu á ferðum og allt utanumhald áður en ferðamönnum er komið í hendur fjallmanna. Eftir það munu ferðamenn fara með sem hluti af fjallmönnum og upplifa þeir því eins sterkt og hægt er þann einstaka hlut að fara á fjall. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem samstarfssamningur hefur verið á milli þessara aðila og hafa ferðamenn farið með á báða afréttina. Þetta hefur gefið virkilega góða raun.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?