Hella
Hella

Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd og Markaðs- og kynningarfulltrúi, fyrir hönd sveitarfélagsins Rangárþings ytra, auglýsa eftir áhugasömum ljósmyndurum til að taka ljósmyndir og drónamyndskeið af völdum stöðum í sveitarfélaginu gegn greiðslu.

Myndefnið verður notað sem markaðsefni fyrir sveitarfélagið.

Almenn verklýsing:

Myndefnið þarf að standast gæðakröfur og mega myndskrár berast sem .jpeg eða . raw. Lágmarksstærð Jpeg mynda er 3mb. Myndskeið þurfa að vera í .MP4 formati.

Sveitarfélagið hefur áhuga á að fá myndir af völdum stöðum sem listaðir eru upp í meðfylgjandi texta. Um er að ræða lágmarkskröfur vegna staðsetninga en allar myndir af öllum staðsetningum innan sveitarfélagsins eru einnig skoðaðar með opnum hug.

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Vilhelm, markaðs- og kynningarfulltrúi, í gegnum netfangið eirikur@ry.is

Dæmi um staði og svæði:

  • Laugaland og nærsvæði
  • Þykkvibær og nærsvæði
  • Hella og nærsvæði
  • Friðland að Fjallabaki
  • Hekla
  • Keldur
  • Oddi
  • Ægissíðufoss
  • Réttanes
  • Bolholtsskógur
  • Rauðufossar og augað
  • Ljótipollur
  • Krakatindur
  • fl.

Annað efni

  • Húsdýr
  • Fuglar og önnur villt dýr
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?