Ágúst Kristjánsson umboðsmaður TM í Rangárþingi og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Ágúst Kristjánsson umboðsmaður TM í Rangárþingi og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Í lok síðasta árs var ákveðið að endurskoða allar tryggingar sveitarfélagsins Rangárþings ytra og óska eftir tilboðum frá  öllum tryggingafyrirtækjum landsins. Verkefnið var unnið undir handleiðslu  Guðmundar Ásgrímssonar tryggingaráðgjafa hjá Consello. Niðurstaða þessarar endurskoðunar og verðkönnunar var að ganga til samninga við Tryggingamiðstöðina sem skilaði inn hagstæðasta tilboðinu. Á dögunum var gengið frá samningi til þriggja ára og rituðu þeir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra og Ágúst Kristjánsson umboðsmaður Tryggingamiðstöðvarinnar í Rangárþingi undir samninginn og staðfestu með handsali af þessu tilefni.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?