Rangárþing ytra SIGRAR sundkeppni hreyfiviku UMFÍ!

Mikil stemmning myndaðist í vikunni sem leið þegar sundlaugin á Hellu tók þátt í hreyfiviku UMFÍ. Eftir frábæra keppni náði Rangárþing Ytra að verja titilinn frá því í fyrra. Samanlagt syntu íbúar á Hellu 487m á hvern íbúa eða samanlagða 401.200km sem er bæting um 89km á milli ára. Frábært hjá þeim! Mikil stemning og samhugur hefur ríkt hjá íbúum á Hellu í aðdraganda keppninnar sem og á meðan henni stóð. Forstöðumaður íþróttamannvirkja, Þórhallur J. Svavarsson var fremstur í flokki að hvetja sitt fólk áfram og lét ekki sitt eftir liggja, því hann synti t.d. einn daginn sjálfur 5km.

Seinnipart föstudags myndaðist gífurleg stemming og starfsmenn sundlaugarinnar grilluðu pylsur fyrir sundkappana.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?