Rangárþing ytra sigrar sundkeppni með glæsibrag!

Rangárþing ytra sigrar sundkeppni með glæsibrag!

Þriðja árið í röð ber Rangárþing ytra sigur úr bítum með 452m synta á hvern íbúa. Í öðru sæti er nágranna sveitarfélag þeirra, Rangárþing eystra með 180m synta á hvern íbúa. Í þriðja sæti eru svo íbúar í Skaftárhreppi með 133m synta á hvern íbúa í sveitarfélaginu. Samtals voru syntir um 3.065km í um 4.200 sundferðum. UMFÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á að allar vikur ársins eru hreyfivikur :)

Til hamingju íbúar og starfsfólk sundlaugarinnar!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?