Rangárþing ytra tekur upp heimgreiðslur

Í Rangárþingi ytra hafa ekki verið starfandi dagforeldrar lengi þrátt fyrir að ákveðin þörf sé fyrir hendi og hafa ýmsir möguleikar verið skoðaðir t.d. hvort niðurgreiða ætti daggæslu líkt og mörg sveitarfélög hafa gert. Niðurstaðan var sú að betra væri að binda ekki niðurgreiðslurnar við daggæslu heldur leyfa foreldrum ráða því hvaða leið yrði farin, hvort þeir nýttu styrkinn til niðurgreiðslu daggæslu eða væru jafnvel sjálfir heima hjá börnum sínum. Þetta er liður í því að létta undir með foreldrum ungra barna en leikskólagjöld hafa verið lækkuð í áföngum, nú síðast um 25% auk verulegra afslátta m.a. fyrir 5 ára börn.

Greiðslurnar eru fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða sem eru ekki á leikskóla á vegum Odda bs. hvort heldur sem er vegna þess að ekki er pláss í daggæslu eða að foreldrar velja að hafa börnin heima fyrst í stað. Þeir sem eiga af einhverjum ástæðum ekki rétt á fæðingarorlofi í 9 mánuði geta sótt um að fá greiðslu frá 6 mánaða aldri barns. Heimgreiðsla er 30.000 kr á mánuði.

Greitt verður frá 1. janúar 2016. Þeir sem ætla að sækja um greiðslur frá og með 1. janúar, 1. febrúar og 1. mars þurfa að sækja um fyrir 25. janúar. Annars gilda reglur um heimgreiðslur.

Reglur um heimgreiðslur í Rangárþingi ytra eru hér.

Eyðublað umsóknar má nálgast hér og sendist á ry@ry.is

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Rangárþings ytra í s: 4887000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?