Reikningar sendir út fyrir mistök á island.is

Fyrir mistök sendi sveitarfélagið út eldri reikninga á island.is. Beðist er afsökunar á þessu og viðskiptavinum og íbúum bent á að ekki þarf að bregðast við þessum reikningum á neinn hátt, þeir eru afrit af eldri reikningum sem hafa þegar verið innheimtir.