Rekstur matarvagna á Hellu - opið fyrir umsóknir

Rangárþing ytra auglýsir eftir umsóknum um leigustæði matarvagna við Miðvang á Hellu.

Um er að ræða fjögur stæði við bílastæðið norðan þjóðvegarins, austan við Miðjuna og ráðhúsið.

Staðsetningu stæðanna má sjá á þessari mynd:

Leyfi eru veitt samkvæmt reglunni „fyrstu kemur, fyrstur fær“ að uppfylltum skilyrðunum sem fram koma í samþykkt og gjaldskrá sveitarfélagsins um matarvagna á Hellu sem má nálgast hér.

Hægt er að sækja um stöðuleyfi í eitt ár eða hálft í senn. Verð fyrir eitt ár er 300.000 kr. en 200.000 kr. fyrir hálft ár. Leyfishafar fá aðgang að rafmagnstengingu en greitt er sérstaklega fyrir rafmagnsnotkun.

Umsóknareyðublað má nálgast með því að  smella hér og haka við „Torgsöluhús“. Mikilvægt er að lesa samþykktina vel áður en eyðublaðið er fyllt út til að ganga úr skugga um að öll skilyrði séu uppfyllt og allar nauðsynlegar upplýsingar komi fram.

Frekari upplýsingar veitir Jón Ragnar á jonragnar@ry.is eða í síma 4887000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?