Roðagyllum heiminn - Soroptimistar segja NEI við ofbeldi

Einhverjir hafa eflaust gefið því gaum að fyrir utan Miðjuna á Hellu hefur nú verið flaggað appelsínugulum fána. 

Þann 25. nóvember hófst árlegt alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið hefst á alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. 

Alþjóðleg hreying Sorptimista, sem Soroptimistaklúbbur Suðurlands er hluti af, tekur fullan þátt í þessu átaki og í ár er átakið helgað stafrænu ofbeldi. Litur átaks Soroptimista er appelsínugulur.

Sveitarfélagið tekur þátt í átakinu með því að flagga fánanum og gera átakið sýnilegt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?