Ruslgjörningur leikskólabarna vekur athygli

Mikill ruslgjörningur eða listaverk hefur verið sett upp á vegg í tengibyggingunni við Suðurlandsveg 1-3 á Hellu.  Aðdragandi gjörningsins er sá að leikskólabörnin á Heklukoti fóru í gönguferð að Lundi á dögunum en á leiðinni fundu þau helling af rusli.  Leikskólakennararnir ræddu við þau í kjölfarið og miklar umræður sköpuðust um það af hverju mannfólkið hugsar svo illa um náttúruna og hvað hægt væri að gera til að sýna fólki að þetta væri ekki fallegt að gera.  Börnin vildu fara í mótmælagöngu um þorpið en eftir miklar vangaveltur náðist samkomulag um að búa til „ljótt listaverk“ úr rusli og fara með það á einhvern stað það sem allir gætu séð það.

Þessi gjörningur hefur vakið eftirtekt vegfarenda og umræða skapast í samfélaginu vegna þessa.  Sumum finnst óþægilegt að sjá þetta, en til þess var leikurinn gerður.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?