Sæmundarstund 2017
Hin árlega Sæmundarstund fer fram mánudaginn 20. mars kl. 12.05 til 12:40 á bæði Háskólatorgi og við styttuna af Sæmundi fróða fyrir framan Aðalbyggingu Háskólans.
 
Sæmundarstund var fyrst haldin á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 að frumkvæði Oddafélagsins, sem er félag áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum þar sem Sæmundur fróði bjó. Stundin hefur verið haldin árlega síðan, jafnan á degi sem næst vorjafndægrum.
 
Þar er lærdómsmannsins og þjóðasagnapersónunnar Sæmundar fróða Sigfússonar minnst en hann var uppi á 11. og 12. öld. Sæmundur fór utan til náms og nam m.a. við skóla í Evrópu áður en hann sneri aftur til Íslands og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum.
 
Dagskráin hefst á Háskólatorgi en líkt og fyrri ár fer Sæmundarstund síðan fram við styttuna af Sæmundi á selnum sem stendur í Skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Styttuna gerði Ásmundur Sveinsson og vísar hún til frægrar þjóðsögu af viðureign Sæmundar við kölska sem samkvæmt þjóðsögunni flutti Sæmund heim til Íslands í selslíki.
 
DAGSKRÁ:
Á Háskólatorgi:
12.05 Ási Þórðarson, varaformaður Stúdentaráðs, býður gesti velkomna og segir stuttlega frá Sæmundi fróða 
12.10 Háskólakórinn tekur tvö lög
12.20 Farið niður að styttunni
 
Hjá styttunni af Sæmundi fróða:
12.25 Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, heldur stutta tölu
12.30 Þór Jakobsson, fulltrúi Oddafélagsins, heldur stutta tölu
12.35 Leikskólabörn frá Mánagarði syngja nokkur lög
12:45 Athöfn lýkur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?