Sæmundarstund - Vigdís Finnbogadóttir verndari Oddafélagins

Það var skemmtilegt stemmning sem myndaðist við styttu Sæmundar fyrir framan Háskóla Íslands í gær þegar Sæmundarstund var haldin á vorjafndægri. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands flutti ávarp, minntist Sæmundar og sögu Odda á Rangárvöllum. Einnig flutti ávarp Þór Jakobsson heiðursfélagi Oddafélagsins og fyrrum formaður þess. Börnin úr leikskólanum Mánagarði mættu við styttuna og tóku lagið af fullum krafti. Áður hafði háskólakórinn flutt 2 lög undir stjórn Guðsteins Ólafssonar og Ási Þórðarson varaformaður stúdentaráðs flutt ávarp. Skemmtileg stund í hádeginu.

Á Sæmundarstund var tilkynnt um að Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti er verndari Oddafélagsins. Er það geysilegur heiður fyrir félagið og ómetanlegt að eiga stuðning Vigdísar og velvilja að í baráttunni fyrir því að gera „Odda á Rangárvöllum að miðstöð menningar á ný“. Hafðu heila þökk Vigdís.

Frétt fengin af vef Oddafélagsins www.oddafelagid.net.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?