Saga Sigurðardóttir ráðin í tímabundið starf markaðs- og kynningarfulltrúa

Saga Sigurðardóttir ráðin í tímabundið starf markaðs- og kynningarfulltrúa

Alls barst 21 umsókn um að leysa af Eirík V. Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings ytra en hann hefur fengið launalaust leyfi frá 1. Janúar 2020 til 1. september 2020. Mjög góðar umsóknir bárust og er niðurstaðan að ráða Sögu Sigurðardóttur til starfans. Saga er með BA í ensku og ferðamálafræði og hefur nýverið lokið meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskóla Íslands. Saga hefur síðustu ár starfað hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, hún er 29 ára móðir tveggja dætra og býr með manni sínum á Hvolsvelli.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?