Páll Bjarnason svæðisstjóri Eflu á Suðurlandi og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri að kvitta undir samn…
Páll Bjarnason svæðisstjóri Eflu á Suðurlandi og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri að kvitta undir samninginn um Ölduhverfið.

Í síðustu viku var ritað undir tvo samninga um gatnahönnun á vegum sveitarfélagsins Rangárþings ytra.

Samið var við verkfræðistofuna Eflu hf sem var lægstbjóðandi í gatnahönnun fyrir síðasta hluta Ölduhverfis á Hellu. Stefnt er á að hönnun hverfisins verði tilbúin í byrjun júní og útboðsgögn fyrir Kjarröldu verði tilbúin í lok júní. Samkvæmt því er stefnt á að geta boðið út framkvæmdir í framhaldi og byrja jarðvinnu fyrir lok júlí.

Þá var einnig samið við Hnit verkfræðistofu hf sem lægstbjóðanda í gatnahönnun í nýju hesthúsahverfi á Rangárbökkum. Stefnt er á að hönnun hverfisins og vinnslu útboðsgagna fyrir vestari hluta þess verði lokið seinnipartinn í maí n.k. Samkvæmt því er stefnt á að geta boðið út framkvæmdir í framhaldi og byrja jarðvinnu í júní. Gerð er sú krafa í útboðsgögnum að aðgengi verði að reiðhöll, reiðvöllum og úthlutuðum lóðum á framkvæmdatíma en svæðið á Rangárbökkum er í gríðarlegri notkun yfir sumarmánuðina.

Ölduhverfi

Ölduhverfi.

Rangárbakkar

Nýtt hverfi á Rangárbökkum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?