Samið um Kjarröldu

Ólafur Einarsson, Þjótanda og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra þegar skrifað var undi…
Ólafur Einarsson, Þjótanda og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra þegar skrifað var undir samning um gatnagerð í Kjarröldu.

Nýjasta gatan í Ölduhverfinu verður Kjarralda en nýlega voru lóðir þar auglýstar lausar til umsóknar. Samið hefur verið við Þjótanda ehf um gatnagerð í Kjarröldu og eru framkvæmdir að hefjast og reiknað með að þeim verði lokið fyrir 30. nóvember n.k.. Við Kjarröldu er gert ráð fyrir par- og raðhúsum og einbýlishúsi. Reiknað er með að lóðum við Kjarröldu verði úthlutað á næsta fundi byggðarráðs sem dagsettur er 28. október n.k.

Umsóknir um lóðir fara fram í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins á umsóknarsíðu hér eða í gegnum viðkomandi lóð á kortasjá sveitarfélagsins, en þar má sjá nauðsynlegar upplýsingar um allar lausar lóðir á Hellu.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um lóðir geta snúið sér til Sveitarstjóra eða Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti agust@ry.is (sveitarstjóri) eða  birgir@ry.is

 

 

(skipulagsfulltrúi).

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?