Samið um snjómokstur

Guðbjörn Ingvarsson f.h. Anna ehf ásamt Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra Rangárþings ytra.
Guðbjörn Ingvarsson f.h. Anna ehf ásamt Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra Rangárþings ytra.

Fjögur tilboð bárust í snjómokstur héraðs- og tengivega í sameiginlegri verðkönnun Rangárþings ytra og Ásahrepps sem unnin var í samvinnu við vegagerðina. Ákveðið var að ganga til samninga við Nautás ehf fyrir svæði 1 og 2 sem ná frá Þjórsá að Ytri-Rangá og Annir ehf fyrir svæði 3 og 4 sem liggja á milli Ytri-Rangár og Eystri-Rangár auk Bakkabæja. Þegar hefur verið gengið frá samningum við fyrrgreinda verktaka og þeir hafið störf enda ekki seinna vænna þar sem vetur er genginn í garð og mikilvægt að sinna þessu málum vel.

Pierre Davíð Jónsson f.h. Nautás ehf ásamt Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?