Á myndinni eru í aftari röð f.v. Eygló Arna Guðnadóttir, Katrín Diljá Vignisdóttir, Oddný Lilja Birg…
Á myndinni eru í aftari röð f.v. Eygló Arna Guðnadóttir, Katrín Diljá Vignisdóttir, Oddný Lilja Birgisdóttir og Sigurlinn Franziska Arnarsdóttir. Í fremrið röð f.v. Ólafur Þórisson formaður Hestamannafélagsins Geysis, Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri Ásahrepps, Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra og Ísólfur Gylfi Pálmason sveitastjóri Rangárþings eystra.

Miðvikudaginn 27. desember voru undirritaðir samstarfssamningar milli Hestamannafélagsins Geysis og allra sveitarfélaga í Rangárvallasýslu. Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahrepp. Samningarnir eru til eflingar hestamennsku í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og unglinga í Rangárvallasýslu. Óhætt er að segja að samningarnir marki tímamót fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf Hestamannafélagsins Geysis. Þar sem sveitarfélögin þrjú sjá ekki um rekstur neinna mannvirkja til ástundunnar hestamennsku ert gert ráð fyrir að hluti styrksins fari í að greiða fyrir aðstöðu. Samningurinn er til þriggja ára og tekur hann gildi 1.1.2018. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?