Samráðsfundur

Boðað er til árlegs samráðsfundar Ásahrepps og Rangárþings ytra n.k. fimmtudag 26. maí kl. 9:00-11:00 í safnaðarheimili Oddasóknar á Hellu. Fundurinn er opinn öllum íbúum sveitarfélaganna. Í rammasamkomulagi um samstarf sveitarfélaganna Ásahrepps og Rangárþings ytra sem undirritað var 11. desember 2015 er gert ráð fyrir því að haldinn sé sérstakur samráðsfundur í maímánuði árlega þar sem farið er yfir sameiginleg verkefni sveitarfélaganna. Á fundinum er lögð fram skýrsla um samstarfið og ársreikningar sameiginlegra verkefna. Þá munu starfsmenn helstu samstarfsverkefna upplýsa um stöðu mála og sitja fyrir svörum auk sveitarstjórnarfólks.

Íbúar og aðrir áhugasamir eru velkomnir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?