SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 50 milljónir króna

Síðari úthlutun ársins fer nú fram og er umsóknarfrestur til og með 16. október n.k. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.

Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum 2013:

  • Vöruþróun og nýsköpun einkum í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu
  • Markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar
  • Grænmetisframleiðsla; framleiðslu- og vöruþróun, markaðssetning og sala
  • Markaðssókn fyrir vörur og þjónustu á nýja markaði
  • Fjármögnun verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum á Suðurlandi
  • Klasar og uppbygging þeirra
  • Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtar

Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta forgangs

til 2/3 hlutar ofangreinds fjármagns. Umsækjendum er því bent á að leita eftir samstarfsaðilum.

Ofangreindar áherslur eða samstarf fyrirtækja eru ekki skilyrði fyrir styrkveitingu.

Mótframlag verkefnis þarf að vera að lágmarki 50% en mótframlag getur verið í formi vinnuframlags. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Þegar áfallinn kostnaður er ekki styrkhæfur. Horft er til þess að verkefni leiði til varanlegs ábata fyrir samfélagið og séu atvinnuskapandi til lengri tíma.

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og þiggja aðstoð og leiðbeiningar við

gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á

netfangið sass@sudurland.is.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?