Sendiherra í Helluskóla

Bandaríski sendiherrann á Íslandi Mr Robert Barber heimsótti Helluskóla í dag til þess m.a. að kynna sér stórmerkilegt verkefni sem nemendur skólans vinna með Landvernd og Landgræðslunni. Um er að ræða verkefni í vistheimt en nemendur 7. bekkjar mældu í dag í annað sinn gróðurþekju í tilraunareitunum sem þau lögðu út vorið 2014. Sendiherrann sýndi þessari vinnu nemenda mikinn áhuga og á heimasíðu skólans kemur fram að nemendur hafi verið duglegir að leiðbeina honum við hvernig vísindamenn bera sig að við mælingar á gróðurþekju. Sjá einnig frétt á RUV

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?