Síðasta sýningarhelgin!

Sýningin „frá fé til flíkur“ hefur verið sett upp að Brúarlundi í Landsveit nú í haust við virkilega góðan orðstýr. Það er hópur kvenna sem stendur að sýningunni en sá hópur kallar sig Spunasystur, þær leggja áherslu á að vinna úr ull frá grunni. Nokkur hundruð manns hafa lagt leið sína á staðinn en nú er síðasta tækifæri að mæta á þessa sýningu þar sem síðasta sýningarhelgin er framundan og tilvalið að skella sér í bíltúr í Landsveitina. Opið verður frá 10 – 16 laugardag og sunnudag. Frítt er inn – ullarvörur, kaffi og kökur til sölu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?