Paulina Smaluga, varamaður,  Þorgeir Óli Eiríksson, Hafrún Ísleifsdóttir, varaformaður,  Ómar Azfar …
Paulina Smaluga, varamaður, Þorgeir Óli Eiríksson, Hafrún Ísleifsdóttir, varaformaður, Ómar Azfar Valgerðarson Chattha, formaður, Anna Ísey Engilbertsdóttir. Á myndina vantar Ara Rafn Jóhannsson.

Ungmennaráð Ragnárþings ytra 2024-2025 sat sinn síðasta fund þann 26. maí síðastliðinn.  Sveitastjórn Rangárþings ytra mætti á fundinn og ýmis mál tengd ungmennum og hugmyndir voru rædd. Umræður voru góðar og gagnlegar.

Ungmennaráð hefur staðið sig einkar vel og sveitarfélagið þakkar þessum vösku krökkum fyrir þeirra vinnu og framlag.

Minnt er á að þeir sem hafa áhuga á að sitja í Ungmennaráði geta kynnt sér reglur sem eru neðst í fréttinni. 

Ungmennaráð 2024-2025 var skipað:

Ómar Azfar Valgerðarson Chattha, formaður, Hafrún Ísleifsdóttir, varaformaður, Þorgeir Óli Eiríksson, Ari Rafn Jóhannsson, Anna Ísey Engilbertsdóttir.

Varamenn:

Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir, Hafdís Laufey Ómarsdóttir, Paulina Smaluga, Bragi Valur Magnússon, Kristín Birta Daníelsdóttir.

Starfstími ungmennaráðs er frá 20. september til 10. júní, ár hvert og reglur um skipan eru:

Fulltrúi verður að hafa lögheimili í Rangárþingi Ytra.
•Einn fulltrúi og einn til vara sem valinn er árlega úr 9. eða 10. Bekk grunnskólans á Hellu og einn fulltrúi og einn til vara sem valinn er árlega úr 9. eða 10. bekk grunnskólans á Laugalandi. Nemendaráð skólana velja fulltrúa skólans.
•Einn fulltrúi úr Félagsmiðstöðinni Hellinum og einn til vara sem valinn er árlega.
•Tveir fulltrúar og tveir til vara sem Heilsu, íþrótta og tómstundanefnd Rangárþings Ytra velur úr hópi þeirra sem eru ekki á grunnskólaaldri. Kjörnir eru einn og tveir aðal- og varamenn til skiptis í eitt ár og hinir í tvö ár. Nefndin skal við valið hafa að leiðarljósi að þessir fulltrúar endurspegli sem breiðastan hóp þessa aldurshóps í Rangárþingi Ytra.