Jón G. Valgeirsson færði Sigrúnu blóm í kveðjuskyni
Jón G. Valgeirsson færði Sigrúnu blóm í kveðjuskyni

Sigrún Björk Benediktsdóttir hefur látið af stöfum sem leikskólastjóri leikskólans á Laugalandi. Hún verður þó nýjum leikskólastjóra, Kristínu Ósk Ómarsdóttur, innan handar í upphafi skólaársins.

Sigrún hefur starfað á leikskólanum nær óslitið frá árinu 1996, lengst af sem leikskólastjóri. Jón G. Valgeirsson hitti á Sigrúnu á dögunum til að þakka henni fyrir vel unnin störf og afhenda henni blóm í þakkarskyni.

Sveitarfélagið og samfélagið allt þakkar Sigrúnu kærlega fyrir sitt ómetanlega starfsframlag öll þessi ár og óskar henni alls hins besta.