Sindratorfæran á laugardaginn!

19 keppendur er skráðir til leiks og ef keppenda listinn er skoðaður má þar sjá mörg ný nöfn. 3 nýjir ökumenn í götubílaflokk og 5 í sérútbúnum, þar af tveir breskir keppendur sem koma á vegum Topgear og ætla að sýna Íslendingunum hvernig á að gera þetta. Bílarnir eru búnir að taka breytingum í vetur búið að skipta um vélar í einhverjum og sennilega búið að skrúfa hverja skrúfu 10 sinnum og bæta nokkrum við í hverjum einasta. Einhverjir á nýsmíðuðum bílum sem aldrei hafa sést áður og aðrir búnir að breyta það mikið að þeir eru óþekkjanlegir.  Þeir keppendur sem hafa verið að slást um titilin undanfarin ár eru að sjálfsögðu á listanum. Íslandsmeistarinn Þór Þormar Pálson á Thor, Ingólfur Guðvarðarson á Guttanum, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar Einarsson og fleiri til í sérútbúnaflokknum. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum situr hinsvegar einn gamalreyndur í Götubílaflokknum með 3 nýliða með sér.

Akstursíþróttasvæði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu rétt austan Hellu (klst frá Rvk.) og hefur sjaldan litið betur út. Búið að leggja mikin metnað í svæðið og brautirnar. Áin og mýrin verða að sjálfsögðu á sínum stað auka brauta í börðum og sandbrekkum, mjög hraðri tímabraut þar sem oft verða mikil tilþrif. 

Flugbjörgunarsveitin á Hellu hefur haldið keppnina nær óslitið síðan 1974 og því engir nýgræðingar í því hvernig á að gera gott mót. Torfæran er áhorfendavæn, fjölskylduvæn og bráðskemmtileg með mikið fyrir augað og eyrað. Sjáumst á Sindratorfærunni 4. Maí kl 11.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?