Sindri Freyr Seim Sigurðsson
Sindri Freyr Seim Sigurðsson

Sindri Freyr hefur verið valinn íþróttamaður Rangárþings ytra annað árið í röð og er Sindri vel að þeirri tilnefningu kominn. Það er heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd sem ákveður hver það er sem hlýtur titilinn eftir tilnefningar frá íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Sindri hefur látið til sín taka á hlaupabrautinni undanfarin ár og er einn fremsti hlaupari landsins.

Sindri var tilnefndur af Ungmennafélaginu Heklu og segir í texta:

„Eins og allir vita var árið 2020 skrítið að flestu leiti og voru íþróttirnar þar ekki undanskildar. Erfitt var að æfa að einhverju viti en Sindri gerði það eftir fremsta megni. Hægt var að keppa innanhúss í byrjun árs og var Sindri þá í sveit HSK sem sló Héraðsmet í 4x100 m hlaupi í aldursflokki 22 og yngri. Hann tví bætti 23 ára gamalt Héraðsmet í sínum aldursflokki í 200m hlaupi. Hann keppti á íslandsmóti og varð Íslandsmeistari í 3 greinum. Lítið var keppt á mótum utanhúss í sumar en hann keppti á aldursflokkamóti íslands og varð meistari í 200m hlaupi, einnig sló hann 23 ára gamalt Héraðsmet í 100m hlaupi. Þannig að stjórn Umf Heklu telur að Sindri sé vel að því kominn að vera íþróttamaður Rangárþings Ytra árið 2020.“

Í samtali við Sindra þegar honum var afhent viðurkenningin sagði hann frá því að á þessu ári mun hann einbeita sér að mótum utanhúss og munum við því sjá til hans á hlaupabrautinni þegar líður á vorið.

Það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með þessum öfluga íþróttamanni á næstu árum.

Til hamingju Sindri!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?