Skattkort og persónuafsláttur

Nú hafa skattkort á pappírsformi verið lögð af. Því er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn unglinga sem verða 16 ára á árinu kynni sér hvernig eigi að skila inn upplýsingum um nýtingu persónuafsláttar.

Allir nemendur Vinnuskólans sem verða 16 ára á árinu þurfa að senda tölvupóst á aslaug@ry.is með eftirfarandi upplýsingum:

·         Nafn og kennitala nemanda

·         Hlutfall skattkorts / persónuafsláttar sem á að nota (allt að 100%)

·         Hvenær á að byrja að nota kortið - en það er væntanlega fyrsti starfsdagur (nema að kortið sé í notkun annarsstaðar)

·         Hversu hár uppsafnaður persónuafsláttur er (upplýsingar um það eru á www.skattur.is). Ef kortið hefur ekki verið notað á árinu er nóg að segja að það sé ónotað frá áramótum.

Allar þessar upplýsingar þarf að senda með tölvupósti á aslaug@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?