Skipulagsmál til kynningar
Rangárstígur - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Grenndarkynning
 
Veiðfélag Ytri Rangár hefur óskað eftir að fá að leggja fram breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Rangárstíg þar sem aðkoma að svæðinu sunnan Rangárstígs yrði felld innan lóðar nr. 1 við Rangárstíg. Skipulagsgögn frá Eflu dags. 24.4.2023.
 
Á fundi Skipulags- og umferðarnefndar 2. júní sl var eftirfarandi bókað, birt með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar en fundur þeirra verður þann 14. júní nk.:
 
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að veitt verði heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en tillagan skuli jafnframt grenndarkynnt lóðarhöfum við Rangárstíg.
 
Grenndarkynning í formi bréfs hefur verið sent til allra lóðarhafa við Rangárstíg. Frestur til umsagnar er til 6. júlí nk. 
 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?