Skólahljómsveit Kópavogs heimsækir Tónlistarskóla Rangæinga
Tónleikar í íþróttahúsinu á Hellu næstkomandi laugardag, þann 12. júní kl: 17:00
 
Skólahljómsveit Kópavogs er fjölmennasta skólahljómsveit landsins. Í henni eru að jafnaði um 200 hljóðfæraleikarar og er þeim skipt í þrjár sveitir eftir aldri og getu, stjórnandi er Össur Geirsson.
 
Það er elsti hópurinn sem heldur tónleika á Hellu á laugardaginn, 60 nemendur á aldrinum 13 – 18 ára og flytja þau tónlist úr ýmsum áttum, meðal annars tónlist úr smiðju Þursaflokksins, kvikmyndatónlist og þekkt dægurlög. Tvö einleiksverk eru einnig á dagskránni, annað fyrir pikkólóflautu og hitt fyrir klarínettu.
 
Hljómsveitarmeðlimir lofa góðri skemmtun og vönduðum tónlistarflutningi á laugardaginn.
 
Þetta er frábært tækifæri til að sjá og kynnast betur blásturshljóðfærunum.
 
Hlökkum til að sjá sem flesta,
 
Sandra Rún Jónsdóttir
Skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?