Skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga

Skólaslit tónlistarskólans verða 21. maí í Hvolnum. Þau hefjast kl. 17:00. Afhentar verða einkunnir og umsagnir. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir bestu ástundun og hæstu einkunn í áfangaprófum.

Flutt verður stutt ávarp frá skólastjóra og formanni skólanefndar tónlistarskólans.  Skólaslitum lýkur með tónlistaratriðum frá nemendum sem luku áfangaprófum í vor.

Við minnum á að skráning í tónlistarnám fyrir næsta skólaár er hafin. Hægt er að sækja um rafrænt á vef skólans, www.tonrang.is/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?