Skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga

Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga auglýsir lausa stöðu skólastjóra við Tónlistarskóla Rangæinga til eins árs frá 1. ágúst 2014 til 31. júlí 2015 vegna námsleyfis starfandi skólastjóra. Aðalskrifstofa skólans er á Hvolsvelli, en kennsla fer fram á Hvolsvelli, Hellu og Laugalandi. Um 150 nemendur stunda nám við skólann, sem býður upp á grunn-, mið- og framhaldsnám í hljóðfæraleik. Einnig eru um 150 grunnskólanemendur í forskólanámi við skólann.

Helstu verkefni og ábyrðarsvið

• Stjórnun og ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi

• Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi

Menntunar og hæfniskröfur

• Framhaldsmenntun á sviði tónlistar
• Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi
• Menntun og reynsla í stjórnun og rekstri æskileg

Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum

Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfferilsskrá ásamt greinargerð um ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi til starfans.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2014.

Upplýsingar um starfið veitir László Czenek skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga. 

Umsóknum skal skila til formanns skólanefndar Tónlistarskóla Rangæinga: magnus@ry.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?