Skötuveisla Rangárhallarinnar
Tilkynning frá forsvarsfólki Rangárhallarinnar:
 
Það er fátt betra en að byrja nýtt ár á skötuveislu í góðum félagsskap og er hún nú haldin í nágrenni við þrettándann í annað sinn eða föstudagskvöldið 10. janúar 2025 kl. 19:30.
 
Skötuveislan er fjáröflunarviðburður fyrir Rangárhöllina og gaman er að segja frá því að í þetta skiptið er safnað fyrir hitaveitutengingu - sem verður bylting fyrir aðstöðuna!
Fjölmennum í íþróttahúsið á Hellu og eigum saman skemmtilega kvöldstund og styðjum uppbyggingu á aðstöðu fyrir hestamennsku í leiðinni.
 
Matseðill: Kæst skata, saltfiskur, fiskréttur, hamsatólg, kartöflur og rófur.
Eftirréttur: Ábrystir með kanil.
Sunnlensk skemmtidagskrá af bestu gerð!
 
Hið ómissandi happadrætti verður á sínum stað og eru vinningarnir í hæstu hæðum! Folatollar, gjafabréf og margt fleira!
Miðaverð: 6.000 kr
 
Til þess að tryggja sér miða er hægt að leggja inn á Kt. 250867-4769. Reikn. 308-13-110146 eða hafa samband í s: 8945003 (Þröstur) eða s: 8630127 (Gústav).
Hvetjum fólk til þess að tryggja sér miða í tíma en einnig verður selt inn á staðnum.
 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?