Skrifstofustarf laust til umsóknar

Rangárþing ytra óskar eftir að ráða starfsmann í 70% starfshlutfall á skrifstofu sveitarfélagsins. Vinnutími er frá kl. 9:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 9:00-13:00 á föstudögum.

Meðal verkefna er símsvörun, þjónusta við viðskiptavini, almenn ritarastörf og annað sem til fellur.

Leitað er að jákvæðum og þjónustulunduðum aðila sem hefur gott vald á íslensku máli, bæði rituðu og töluðu, hefur almenna tölvuunnáttu ásamt einhverri kunnáttu í ensku. Reynsla af skrifstofustörfum æskileg.

Umsóknum skal skila skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins eða í tölvupósti á klara@ry.is fyrir 18. mars n.k.

Nánari upplýsingar fást hjá Klöru á skrifstofu Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1, Hellu sími 488-7000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?