Skrúðganga 17. júní - takmörkuð umferð um Þrúðvang

17. júní verður haldinn hátíðilegur á Hellu venju samkvæmt.

Skrúðgangan mun fara frá Lundi kl. 13:30, gengið verður niður Þrúðvang, beygt inn Útskála og endað við íþróttahúsið þar sem hátíðardagskráin fer fram.

Reiðmenn munu leiða skrúðgönguna, umferð verður takmörkuð um Þrúðvang á meðan skrúðgangan fer um og biðjum við ökumenn að sýna því skilning.

Leiðina má sjá á myndinni hér fyrir ofan.