Skýrsludrög um friðland að Fjallabaki

Drög af skýrslu starfshóps um friðland að Fjallabaki eru nú aðgegnileg á vef Umhverfisstofnunar.

Áhugasamir og hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að koma með athugasemdir og ábendingar um efni skýrslunnar í tölvupósti á netfangið ust@ust.is merkt „Fjallabak–skýrsla“
eigi síðar en þriðjudaginn 29. mars 2016.

Markmið með skipun starfshóps um Friðland að fjallabaki er að styrkja stöðu svæðisins, leita leiða til að efla rekstur þess og kanna hvort tækifæri séu til að stækka svæðið.

Skýrsluna má nálgast hér.

Glærur frá opnum kynningarfundi má nálgast hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?