Slæm umgengni á gámasvæði við Landvegamót

Á gámasvæði sveitarfélagsins við Landvegamót sem kynnt er hér á heimasíðunni eru 3 gámar sem ætlaðir eru fyrir bylgjupappa og almennt heimilissorp. Gámavæðin eru hugsaðir fyrir frístundasvæði og almenna ferðamenn en allir sem hafa lögheimili í sveitarfélaginu eru með tunnur við sín heimili, bæði fyrir almennt sorp og pappír.

Gámarnir við Landvegamót eru merktir og hefur þetta fyrirkomulag gengið ágætlega í vetur. Nú nýverið var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Eins og meðfylgjandi myndir sýna virðist vera sem einhverjir nýti svæðið fyrir grófan úrgang sem ekki er ætlaður á þetta svæði. Grófur úrgangur sem þessi á að fara á gámasvæðið á Strönd eins og hefur verið kynnt á íbúafundum, upplýsingum á heimasíðunni og með útgáfu kynningarbæklings.

Sveitarfélagið hefur látið þjónustumiðstöðina fjarlægja úrganginn í þessu tilfelli en ekki er gert ráð fyrir því í áætlunum, hvorki hvað varðar fjármagn eða mannafla í þjónustumiðstöð. Förgunarkostnaður eykst og ef umgengni sem þessi heldur áfram þarf líklega að grípa til sérstakra ráðstafana.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?