Smíðað á Lundi

Viðbyggingin við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu rís skv. áætlun en fyrsta áfanga er nú lokið og framkvæmdir eru hafnar við seinni áfanga sem er innréttingar og allur frágangur innandyra. Það er fyrirtækið Smíðandi sem sér um framkvæmdirnar. Stjórn Lundar kom saman á mánudaginn var af þessu tilefni, fundaði með verktaka, skoðaði framkvæmdir og fagnaði þessum áfanga með heimilisfólki á Lundi.

Stjórn Lundar. Drífa Hjartardóttir formaður og Gestur Már Þráinsson hjá Smíðanda innsigla samstarfið.

Magnús Pétursson "eftirlitssmiður" á Lundi ásamt Helgu Fjólu Guðnadóttur starfsmanni á Lundi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?