Söfnun fyrir tónlistarskólann í Kulusuk og kvenhetja í heimsókn

Það er ekki hægt að segja annað en að það sé búið að vera mikið að gera hjá umhverfisnefndinni okkar í Heklukoti. Í síðustu viku fór hópurinn með afrakstur af Kulusuksöfnuninni í bankann. Börnin höfðu fengið að geyma bauka hjá nokkrum stofnunum og fyrirtækjum í bænum. Þegar búið var að safna baukunum saman voru peningarnir taldir eftir kúnstarinnar reglum og fóru þau með 12.201 krónu í bankann. :) Takk fyrir hjálpina allir saman. :)

Síðasta mánudag fengum við svo sannarlega frábæran gest í heimsókn. Hún Vilborg pólfari kom og heilsaði upp á umhverfisnefndina. Hún sýndi þeim myndir og sagði þeim hvernig hún fór að því að ganga á Suðurpólnum ein síns liðs. Börnin voru mjög hissa á því að andardráttur manns getur frosið í loftinu á Suðurpólnum. Síðan sagði hún okkur frá því hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur næst. Hún ætlar að ganga á sjö hæstu tinda heims og byrjar á ferð til Alaska í næstu viku og fengum við að sjá það á landakorti. Við ætlum sannarlega að fylgjast með ferðum hennar. Síðan fórum við í smá göngutúr niður að á og fengum okkur djús og kex. Það var reglulega gaman að fá hana í heimsókn til okkar og var alveg ljóst að börnin heilluðust af henni.Hún er okkur öllum góð fyrirmynd. :)

Sjá hér: http://www.leikskolinn.is/heklukot/

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?