Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. auglýsir hausthreinsun

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. mun standa fyrir hausthreinsun eins og undanfarin ár dagana 11. til 20. október n.k. Settir verða upp gámar á sömu staði og með sama fyrirkomulagi og í vorhreinsuninni, þ.e. á gömlu gámastæðin. Stórir opnir gámar verði settir upp þar sem hægt verður að henda í öllum stærri úrgangi. Einnig verður lokaður gámur á hverjum stað fyrir plast.

Vonumst við til þess að íbúar notfæri sér þessa þjónustu á þeim tíma sem hún er í boði.

Nánari upplýsingar verða gefnar um hausthreinsun með auglýsingu þegar nær dregur.

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?