Sprengisandslína, kynningarfundur á Hellu
Landsnet vinnur að undirbúningi mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV línu frá tengivirki við Langöldu á Landmannaafrétti að fyrirhuguðu tengivirki við Eyjardalsá vestan Bárðardals. Heildarlengd línunnar er um 195 km.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta raforkukerfi landsins, auka flutningsgetu þess, öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku. Samhliða vinnur Vegagerðin að undirbúningi mats nýrrar Sprengisandsleiðar.
 
Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Vinna við matið er hafin. Drög að tillögu að matsáætlun eru nú birt til kynningar á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is.
 
Allir geta gert athugasemdir við drög að matsáætlun og er athugasemdafrestur til 20. nóvember 2014. Senda skal athugasemdir til Gísla Gíslasonar hjá Steinsholti sf., Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hellu, eða á netfangið gisli@steinsholtsf.is. Merkja skal athugasemdir: Sprengisandslína, mat á umhverfisáhrifum.
 
Opið hús
Vegagerðin og Landsnet hafa haft samstarf um leiðarval vegna Sprengisandsleiðar og Sprengisandslínu en mat á umhverfisáhrifum fyrir Sprengisandsleið, vegur F26, er einnig að hefjast. Vegagerðin og Landsnet hafa ákveðið að standa sameiginlega að kynningarfundum um matsáætlanir þessara verkefna.
Opið hús verður
- þriðjudaginn 4. nóvember í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit kl. 18:00-22:00
- miðvikudaginn 5. nóvember hjá Steinsholti sf., Suðurlandsvegi 1-3, Hellu kl. 16:00-20:00
 
Þar verða drög að tillögu að matsáætlun kynnt og fulltrúar frá Landsneti, Vegagerðinni og ráðgjöfum verða á staðnum til að svara fyrirspurnum og ræða við gesti.
 
Allir velkomnir!
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?