Staðartónskáld Páll Ragnar Pálsson á Sumartónleikum í Skálholtskirkju

Caput ríður á vaðið þessa vikuna á Sumartónleikum í Skálholti með tónleikum með yfirskriftina Tristía, fimmtudaginn 24. júlí kl. 20. Hópurinn flytur verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Huga Guðmunsddon og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir verða endurteknirlaugardaginn 26. júlí kl. 17. Með Caput kemur kammerkórinn Hljómeyki fram ásamt Tui Hirv, sópran. Að þessu sinni eru meðlimir Caputs Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari, Pétur Jónasson, gítarleikari, Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari, Þóra Margrét Sveinsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari.

Þessa vikuna dvelur Hljómeyki í Skálholti til þess að æfa glænýtt verk eftir staðartónskáld sumarsins, Pál Ragnar Pálsson. Verkið samdi hann sérstaklega fyrir Sumartónleika, við texta úr Ljóðaljóðunum. Hljómeyki mun einnig flytja fleiri verk eftir Pál Ragnar og eru einsöngvarar á tónleikunum Hafsteinn Þórólfsson baritón og hin eistneska sópransöngkona Tui Hirv. Tónleikar Hljómeykis og Páls Ragnars verða fluttir laugardaginn 26. júlí kl. 15 og sunnudaginn 27. júlí kl. 15. Á undan tónleikunum á laugardaginn kl. 14 mun Páll Ragnar kynna tónsmíðar sínar fyrir tónleikagestum í Skálholtsskóla. 

Upplýsingar um tónleika Caput veitir Kolbeinn Bjarnason í síma 8978577.

Upplýsingar um tónleika staðartónskálds og Hljómeykis veitir Páll Ragnar Pálsson í síma 8691847.

Páll Ragnar Pálsson, staðartónskáld Sumartónleika í Skálholtskirkju 2014.

Þorgerður Edda Hall, framkvæmdastjóri
Sumartónleikar í Skálholtskirkju 
Laufásvegi 4, 101 Reykjavík
Tel: IS +354 8465264 / NO +47 91241902
http://sumartonleikar.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?