Starf leikskólaráðgjafa laust til umsóknar hjá Skólaþjónustunni

Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, bráðvantar kraftmikinn leikskólaráðgjafa í hópinn. Fyrir er samheldin, öflug liðsheild sérfræðinga sem samanstendur af sálfræðingi, talmeinafræðingi og kennsluráðgjafa grunnskóla og á næsta ári mun náms- og starfsráðgjafi væntanlega bætast við.

Starfssvið: Ráðgjöf við starfsfólk leikskóla um hagnýt og fagleg málefni er varða skipulag og daglegt starf. Sérkennsluráðgjöf vegna fatlaðra barna og barna með sérþarfir. Ráðgjöf til foreldra og fræðsla til starfsfólk og foreldra. Aðstoð við nýbreytni- og þróunarstarf.

Menntunar- og hæfniskröfur: Krafist er menntunar í leikskólakennarafræðum, framhaldsnám í sérkennslufræðum væri frábært. Sjálfstæði, sveigjanleiki, skapandi og lausnamiðuð vinnu-brögð og góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á gagnasöfnun, úrvinnslu og eftirvinnslu þroska- og hegðunarmælitækja, auk þekkingar á stjórnun leikskóla. Ekki sakar að hafa áhuga á garðyrkju, hrossum og bílum og unun af að keyra um fallegar, blómlegar sveitir.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags stjórnenda í leikskólum og launanefndar sveitarfélaga v. starfsfólks á skólaskrifstofum.

Umsóknarfrestur er til 1. desember, en gert er ráð fyrir að ráða í starfið frá næstu áramótum. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrá berist á netfangiðskolamal@skolamal.is, eða í pósti á Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, b.t. Eddu G. Antonsdóttur forstöðu-manns, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. Nánari upplýsingar veitir Edda í netfanginu edda@ skolamal.iseða í síma 862-7522.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?