Har. Birgir Haraldsson skipulagsfulltrúi, Stefán Short byggingafulltrúi og Jón G. Valgeirsson sveita…
Har. Birgir Haraldsson skipulagsfulltrúi, Stefán Short byggingafulltrúi og Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri.

Stefán Short var á dögunum ráðinn byggingafulltrúi Rangárþings ytra.

Stefán er húsasmíðameistari frá Fjölbrautarskóla Suðurlands og er með Bsc. gráðu í byggingartæknifræði á burðarvirkjasviði frá Háskólanum í Reykjavík.

Hann hefur víðtæka reynslu af húsasmíði, verk- og byggingastjórn, hönnun, eftirliti og úttektum.

Við bjóðum hann velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar.

Birgir Haraldsson sem hefur gegnt starfi skipulags- og byggingafulltrúa verður áfram skipulagsfulltrúi en Stefán tekur við byggingafulltrúahlutanum.