Stóri plokkdagurinn 27. apríl

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um land allt 27. apríl næstkomandi.

Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Ásahreppur taka öll þátt og senda íbúum og fyrirtækjum hvatningu um að hreinsa til í sínu nærumhverfi.

Gámar verða við sparkvöllinn á Hellu og við Landvegamót - munum að setja ekkert nema sorp í glærum pokum í gámana!

Hægt verður að nálgast glæra poka og bensli við sparkvöllinn á Hellu og í söluskálanum á Landvegamótum frá kl. 9:30 á plokkdeginum.

Viðburðurinn er skipulagður frá kl. 10-12 en auðvitað má plokka dagana á undan og koma svo með pokana í gáminn þegar hann kemur.

Að plokki loknu verðar grillaðar pulsur í boði fyrir alla plokkara við sparkvöllinn á Hellu kl. 12 - Rótarýklúbbur Rangæinga skaffar mat á grillið!

Fjölmennum, hreinsum til og heiðrum náttúruna.