STÓRI PLOKK DAGURINN VERÐUR 24. APRÍL

Stóri plokk dagurinn verður haldinn hátíðlegur fjórða árið í röð laugardaginn 24. apríl næstkomandi. Framundan er mikið verkefni í við það að losa umhverfið við einnota grímur og hanska sem fylgt hafa Covid lífinu. Þetta er viðbót við allt iðnaðar- og neysluplastið sem er þarna úti. Við þurfum öll að leggjast á eitt og ná frábærum árangri. 

Sökum aðstæðna í samfélaginu er enginn eiginlegur viðburður í tengslum við Stóra plokkdaginn í ár en íbúar eru hvattir til þess að láta sitt ekki eftir liggja og fara út og plokka. 

Ruslapokar og hanskar verða aðgengilegir hjá þjónustumiðstöð sveitarfélagsins að Eyjasandi frá kl. 09:30-11:00 á Plokkdeginum!

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI
1. Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
2. Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
3. Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng(val).
4. Klæða sig eftir aðstæðum.
5. Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
6. Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
7. Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið, verður þá sótt á mánudagsmorgni. (s: 4875284, ry@ry.is).
8. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?